Varanus auffenbergi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Varanus auffenbergi

Ástand stofns
Gögn vantar (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Undirættbálkur: Eðlur (Lacertilia)
Ætt: Frýnur (Varanidae)
Ættkvísl: Varanus
Tegund:
V. auffenbergi

Tvínefni
Varanus auffenbergi
Sprackland, 1999[1]

 

Mynd af Varanus auffenbergi
Varanus auffenbergi

Varanus auffenbergi er tegund í eðluættinni frýnur[2]. Það var aðeins árið 1999 þegar Sprackland lýsti frýnuna sem eigin tegund.[3] Frýnan Varanus auffenbergi var áður talin undirtegund Varanus timorensis roti, en nafn hennar vísar til eyjunnar Roti, þaðan sem hún kemur. Samkvæmt Böhme á enn eftir að sýna sérstakan tegundarmun á Varanus timorensis.[4] Nafnið auffenbergi er til heiðurs bandaríska vísindamannsins Walter Auffenberg.[5]

Útlit

Lengd tegundarinnar án hala er 205 til 216 mm.[6] Heildarlengd V. auffenbergi er u.þ.b. 60 cm hjá fullorðnu karldýri, kvendýrin eru venjulega aðeins minni.

Efri hliðin er dökkgrá sem er þakið óreglulega dreifðu mynstri (e. ocelli). Í þessum mynstrum er venjulega blettur sem er breytilegur á milli blárrar og grárrar, milli mynstrunum eru dýrin flekkótt frá ljósrauðum til ljósbrúns.

Varanus auffenbergi er með svipað útlit og V. timorensis með nokkurri aðgreiningu á litnum og mynstrunum. Varanus auffenbergi hefur blágrátt mynstur en V. timorensis hefur kremlitað mynstur. [7][8]

Heimkynni

Varanus auffenbergi er aðeins landlæg á indónesísku eyjunni Roti.[2][7][8]

Hegðun

Í náttúrunni hafa sést Varanus auffenbergi klifra upp pálmatrésstofn og sólbaða sig í trjákrónunni, en V. timorensis hafa aldrei sést í pálmatrjákrónunni þrátt fyrir hann hafa líka sést á pálmatrésstofn.[2] Frýnur Varanus auffenbergi eru rólegar og miðað við aðrar frýnur.[7][8]

Heimildir

  1. „ITIS.gov“. Sótt 15. apríl 2011.
  2. 2,0 2,1 2,2 del Canto, Raul (2007): Notes on the Occurrence of Varanus auffenbergi on Roti Island. In: Biawak 1(1). pp. 24–25. (Online)
  3. Sprackland, Robert George (1999): A new species of monitor (Squamata: Varanidae) from Indonesia. Reptile Hobbyist, 4(6), 20-27. (Online)
  4. Böhme, Wolfgang (2003): Checklist of the living monitor lizards of the world (family Varanidae). Zool. Verh. Leiden 341. (Online)
  5. Beolens, Bo; Watkins, Michael; Grayson, Michael (2011). The Eponym Dictionary of Reptiles. Baltimore, Maryland: Johns Hopkins University Press. xiii + 296 pp. ISBN 978-1-4214-0135-5. (Varanus auffenbergi, p. 12).
  6. Meiri, Shai (2008): Evolution and ecology of lizard body sizes. In: Global Ecology and Biogeography, 17, pp. 724–734. (Online Geymt 9 júlí 2020 í Wayback Machine)
  7. 7,0 7,1 7,2 monitor-lizards.net Geymt 19 maí 2010 í Wayback Machine (Retrieved Feb. 10, 2010.)
  8. 8,0 8,1 8,2 „Reptiliana.wordpress.com“. (Retrieved Feb. 10, 2010.)

Fyrirmynd greinarinnar var „Auffenbergs_Waran“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. apríl 2021.

Fyrirmynd greinarinnar var „Peacock_monitor“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. apríl 2021.

Veftenglar