Truman Capote

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 15. apríl 2007 kl. 00:25 eftir TXiKiBoT (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. apríl 2007 kl. 00:25 eftir TXiKiBoT (spjall | framlög) (robot Bæti við: gl:Truman Capote)
Fara í flakk Fara í leit
Truman Capote

Truman Capote (1924–1984) var bandarískur rithöfundur, helst þekktur fyrir bókina Með köldu blóði (e. In Cold Blood) sem hann sjálfur kallaði óskáldaða skáldsögu (e. nonfiction novel), hugtak sem var ætlað að lýsa því að þó svo bókin fjalli um sannsögulega atburði taki höfundurinn sér sjálfur þónokkuð skáldaleyfi. Meðal annarra verka hans eru Morgunverður á Tiffanys (e. Breakfast at Tiffany's), sem fræg mynd var gerð eftir. Sumir telja hann einnig hafa skrifað stóran hluta sögunnar To Kill a Mockingbird.

Snið:Bókmenntastubbur